persónuverndarskilmálar

  1. INNGANGUR

Persónuverndarstefna þessi byggir á gildandi lögum um persónuvernd nr. 90/2018 og almennu persónuverndarreglugerð Evrópuþingsins og Ráðsins nr. 2016/679 frá 27. apríl 2016 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga, einnig þekkt sem „GDPR“. Markmið þessarar persónuverndarstefnu er að veita þér upplýsingar um hvernig Heimahúsið aflar og vinnur persónuupplýsingar þínar þegar þú notar þessa heimasíðu, þ.m.t. hvers konar upplýsingar sem þú kannt að veita í gegnum þess heimasíðu þegar þú kaupir vörur og þjónustu í gegnum hana.

  1. UPPLÝSINGAR UM OKKUR

Heimahúsið ehf., kt. 420405-0740, 108 Reykjavík (hér eftir „Heimahúsið“ eða „við“) er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem það safnar og vinnur um þig.

Hafir þú einhverjar nánari spurningar eða athugasemdir við stefnu þessa bendum við þér á að hafa samband við ábyrgðarmann þessarar persónuverndarstefnu símleiðis eða með tölvupósti. Ábyrgðarmaðurinn mun bregðast við erindi þínu eins fljótt og auðið er með skriflegum hætti.

Heimahúsið ehf.
Ármúli 8,
108 Reykjavík

b.t. [•]

Netfang: [•]
Símanúmer: [•]

Vakin er athygli á því að þú hefur ávallt rétt til að kvarta til Persónuverndart teljir þú þess þörf.

Third Party Links –

  1. FLOKKAR OG UPPRUNI PERSÓNUUPPLÝSINGA

Persónuupplýsingar eru hvers kyns persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar sem má rekja til tiltekins einstaklings. Með því er átt við að hægt sé að auðkenna einstakling beint eða óbeint með upplýsingunum.

Heimahúsið safnar og vinnur ýmsar tegundir persónuupplýsinga til að veita þér þá þjónustu sem boðin er á þessari heimasíðu. Í dæmaskyni má nefna að unnið er með eftirfarandi flokka upplýsinga um einstaklinga sem nota heimasíðuna og kaupa vöru og þjónustu í gegnum hana

Auðkennisupplýsingar:

nafn og kennitala;

Tengiliðaupplýsingar:

netfang, lögheimili og símanúmer

Fjárhagsupplýsingar;

upplýsingar um greiðsluaðferð og greiðslunúmer;

þjónustuupplýsingar;

upplýsingar um vörur sem þú hefur keypt;

tæknilegar upplýsingar;

IP slóð, upplýsingar um vafra, staðsetningu, stýrikerfi og aðrar upplýsingar um tækni og þann búnað sem notaður er til að nota þessa heimasíðu.

notkunarupplýsingar;

upplýsingar um hvernig þú notar þessa heimasíðu og þá þjónustu sem er aðgengileg á heimsíðu þessari.

Markaðs- og samskiptaupplýsingar:

ef þú kýst að fá markaðsupplýsingar frá okkur í gegnum samskiptamiðla

Rétt er að vekja athygli á því að við söfnum ekki persónuupplýsingum sem teljast til viðkvæmra persónuupplýsinga. Þá skal það tekið fram að þú hefur ávallt val um hvort þú veitir persónuupplýsingar en það kann að hafa þau áhrif að Heimahúsið getur ekki efnt samningsskuldbindingar sínar og veitt þér fullnægjandi þjónustu. Komi slík tilvik upp muntu í einhverjum tilfellum ekki getað pantað vöru af heimasíðunni eða Heimahúsið mun senda þér skilaboð.

Að jafnaði safnar Heimahúsið persónuupplýsingum beint frá þér, þ.e. þegar þú pantar þér vörur, óskar eftir að vera á póstlista Heimahússins og fá markaðsefni og þegar þú hefur beint samband við okkur.

Þegar þú ferð inn á heimsíðuna munum við sjálfkrafa safna tæknilegum upplýsingum um þann búnað sem þú notar til að fara á heimasíðuna, staðsetningu og almenna umferð á heimasíðu. [Við söfnum þessum upplýsingum með því að nota vefkökur og sambærilega tækni.]

  1. VINNSLUGRUNDVÖLLUR – Hvernig eru persónuupplýsingar notaðar?

Notkun þeirra persónuupplýsinga sem við höfum undir höndum fer eftir því í hvaða tilgangi þeirra er aflað. Heimahúsið notar einkum persónuupplýsingar þínar til að:

  • uppfylla samningsskyldu sína um að afhenta þér þá þjónustu og vörur sem þú óskar eftir;
  • uppfylla lagaskyldu; og
  • gæta lögmætra hagsmuna Heimahússins, einkum í tengslum við eigna- og öryggisvörslu og markaðssetningu, s.s. við innheimtu krafna, viðskiptamannahald og markaðssetningu o.fl.

Að jafnaði byggir Heimahúsið ekki heimild sína til vinnslu persónuupplýsinga á þínu samþykki, nema í þeim tilfellum þegar markaðsefni er sent til þín. Í þeim tilvikum er samþykki grundvöllur slíkrar vinnslu. Vakin er athygli á því að þú hefur ávallt rétt á því að draga samþykki þitt til baka. Afturköllun samþykkis hefur þó ekki áhrif á lögmæti vinnslu persónuupplýsinga sem átti sér stað fyrir afturköllun.

Heimahúsið styðst við eftirfarandi vinnslugrundvelli í tengslum við vinnslu á þeim tegundum persónuupplýsinga sem tilgreindar eru hér að neðan:

Tilgangur

Tegund persónuupplýsinga

Vinnslugrundvöllur

[Skrá þig sem viðskiptavin]

Auðkennisupplýsingar;
Tengiliðaupplýsingar;

Samningur

[Afgreiða pöntun þína]

Auðkennisupplýsingar;

Tengiliðaupplýsingar;

Fjárhagsupplýsingar;

Þjónustuupplýsingar;

Samningur

Lögmætir hagsmunir

[Utanumhald á viðskiptasambandi við þig]

Auðkennisupplýsingar;

Tengiliðaupplýsingar

Markaðs- og samskiptaupplýsingar

Samningur

Lögmætur hagsmunir

Lagaskylda

[Umsjón með markaðsefni og tilboðum]

Auðkennisupplýsingar;

Tengiliðaupplýsingar;

Tæknilegar upplýsingar

Þjónustuupplýsingar

Notkunarupplýsingar

Lögmætir hagsmunir

Samþykki

[•]

  
  1. AÐGENGI AÐ PERSÓNUUPPLÝSINGUM

Að því marki sem nauðsynlegt er til að framfylgja samningsskyldum okkar við þig hafa starfsmenn  Heimahússins aðgang að persónuupplýsingum. Auk þess hafa þjónustuaðilar, sem vinna persónuupplýsingar í okkar þágu, aðgang að persónuupplýsingum. Það eru einkum fyrirtæki sem veita hýsingar- og upplýsingatækniþjónustu, greiðsluþjónustu, banka- og fjármálaþjónustu og innheimtuþjónustu, [flutningaþjónustu]. Auk þess ber Heimahúsinu skylda til að veita opinberum aðilum aðgang að persónuupplýsingum á grundvelli lagaskyldu; s.s. skattyfirvöldum, eftirlitsaðilum, lögregluyfirvöldum, skiptastjórum og dómstólum. 

  1. MIÐLUN UTAN EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐISINS

GDPR gildir í öllum ríkjum innan Evrópska Efnahagssvæðisins („EES-svæðisins“) og er miðlun persónuupplýsinga innan EES-svæðisins því ótakmörkuð að því marki sem hún byggir á lögmætum vinnslugrundvelli. GDPR takmarkar hins vegar miðlun persónuupplýsinga til landa utan EES-svæðisins, þ.á m. til Bandaríkjanna. [Heimahúsið nýtir þjónustu aðila í Bandaríkjunum, einkum í tengslum við [•], og miðlar því persónuupplýsingum til landa utan EES-svæðisins í einhverjum tilfellum.] Heimahúsið, sem ábyrgðaraðili persónuupplýsinga ber ábyrgð á því að tryggja að viðeigandi verndarráðstafanir séu til staðar við miðlun persónuupplýsinganna svo fullnægjandi vernd persónuupplýsinga þinna sé tryggð. Því miðlar félagið aðeins persónuupplýsingum til aðila sem fara með persónuupplýsingar í samræmi við GDPR.

  1. VARÐVEISLUTÍMI

Persónuupplýsingar eru varðveittar á meðan viðskiptasamband varir og lög mæla fyrir um eða viðskiptahagsmunir Heimahússins krefjast og málefnaleg ástæða þykir til. Ákveðnar persónuupplýsingar, t.a.m. þær sem nauðsynlegt er að varðveita í tengslum bókhald, eru varðveittar í allt að 7 ár frá sérhverjum viðskiptum. Þegar upplýsingar eru ekki lengur nauðsynlegar til að uppfylla samningsbundnar skyldur Heimahússins við þig eða til að uppfylla lagaskyldu er þeim að jafnaði eytt.

VIII. RÉTTINDI EINSTAKLINGA

Þú nýtur ákveðinna réttinda í tengslum við vinnslu Heimahússins á persónuupplýsingum. Í þeim felst réttur til að:

  • óska eftir upplýsingum um hvernig Heimahúsið vinnur persónuupplýsingar og fá afrit af þeim;
  • óska eftir því að Heimahúsið eyði um þig upplýsingum, leiðrétti óáreiðanlegar persónuupplýsingar eða fullgeri ófullkomnar persónuupplýsingar;
  • andmæla vinnslu persónuupplýsinga;
  • draga samþykki til baka; og
  • óska eftir því að Heimahúsið afhendi þér persónuupplýsingar þínar á skipulegu, algengu og tölvulesanlegu sniði og fá þær sendar öðrum aðila.

Ef þú vilt frekari upplýsingar um réttindi þín eða hvernig þú getur nýtt þau biðjum við þig um að hafa samband við ábyrgðarmann persónuverndarstefnu Heimahússins (sjá samskiptaupplýsingar í lið 1).

  1. ÖRYGGI OG VERND PERSÓNUPPLÝSINGA

Heimahúsið hefur gert viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fyllsta öryggi persónuupplýsinga þinna gegn misnotkun, röskum, tjóni og óheimiluðum aðgangi, breytingum eða birtingu. Ráðstafanir Heimahússins til að tryggja öryggi eru einkum fólgnar í:

  • [innleiðingu tæknilegra og skipulagslegra ráðstafana sem ætlað er að tryggja viðvarandi trúnað, samfellu, tiltækileika og álagsþol vinnslukerfa og þjónustu];
  • [stýringu aðgengis einstaklinga að starfstöð okkar og viðhöfum öryggisvörslu];
  • [stýringu aðgengis starfsmanna og annarra að kerfum sem hafa að geyma persónuupplýsingar];
  • [að tryggja að þeir sem hafa aðgang að persónuupplýsingunum viðskiptamanna, hafi gert viðeigandi verndarráðstafanir til að tryggja öryggi persónuupplýsinga]; og
  • [takmörkum varðveislutíma persónuupplýsinga.]
  1. BREYTINGAR Á PERSÓNUVERNDARSTEFNU

Stefna þessi verður uppfærð reglulega í samræmi við breytingar Heimahússins á meðferð persónuupplýsinga til að endurspegla meðferð persónuupplýsinga hjá félaginu hverju sinni. Við hvetjum þig til að skoða þessa stefnu reglulega til að vera upplýstur um hvernig við notum og verndum persónuupplýsingar þínar.

  1. VEFKÖKUR

Shopping cart

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping