Síðasta
Previous Product Image

TIERRA NEGRA ELDFAST FAT 2L 28cm

16.200 kr.
Næsta

TIERRA NEGRA ELDFASTUR DISKUR 26cm

9.600 kr.
Next Product Image

TIERRA NEGRA ELDFASTUR DISKUR 20cm

5.400 kr.

Að nota leir til matargerðar er líklega allra elsta tæknin til að elda mat. Sögu eldfastra leirkera má rekja til rómverja, en hafa leirvörur til matargerðar verið framleiddar af hinum ýmsu menninngarheimum um allan heim. 

Uppruna Tierra Negra eldhúsáhaldanna má rekja a.m.k. 700 ár aftur í tíman, til vasa og kanna sem fundnar voru við uppgröft á fornleifasvæðum Kólumbíu. Enn þann dag í dag eru vörurnar unnar á nákvæmlega sama hefðbundna hátt, aðallega af konum sem búa í litlum þorpum í Kólumbísku Andesfjöllunum. 

Vörurnar eru unnar úr dökkum leir sem síðan er makað á lag af fínni terracotta leir sem gefur gljáa. Þegar leirinn hefur þornað er hann brenndur með fínum, þunnum stein sem kallaður er Tiger’s Eye.  Leiinn er síðan bakaður í sólinni og eftir það er hann aftur brenndur í náttúru-ofnum þar sem dust úr þurrkuðum jurtum sem gefur leirnum svartan lit. Stundum, háð því hvernig og hvenær rykinu er bætt við, geta blettir á yfirborðinu haldið upprunalegum terracotta lit.

Leiðbeiningar fyrir noktun: 

Fyrir fyrstu notkun ættu fötin að vera þrifin með sápu til að hreinsa leifar sem orðið hafa eftir vegna brennslunnar. Fatið skal síðan filla með vatni (3/4) og setja það inn í 200 gráðu heitan ofn í 30 mínútur. Þetta er gert til að loka leirnum alveg. 

Leirinn þolir allan hita og má fara inn í ofn, á hellu og á grillið. Vert er þó að taka fram að leirinn leiðir illa hita frá span-hellum og því þarf að kaupa ákveðið millistykki til að nota leirinn á slíkar hellur.

Leirinn má handþrífa með sápu en hann má einnig fara inn í uppþvottavél. Leirinn er ekki með non-stick yfirborð og því er sniðugt að bera olíu á hann áður en eldað er í honum. Við mælum með því að nota viðar eða plast áhöld, því stál áhöld geta rispað yfirborð leirsins.

Ekki til á lager

Vörunúmer: sco-cl281 Flokkar: , , , Merkimiðar: ,

Shopping cart

0
image/svg+xml

No products in the cart.

Continue Shopping